Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að almennur samningur um tolla og viðskipti - 660 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?

Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili...

Hver er réttarstaða innflytjanda í ESB sem er giftur Íslendingi?

Innflytjandi frá þriðja ríki sem er giftur ríkisborgara aðildarríkis ESB eða EES hefur samsvarandi rétt til frjálsrar farar og dvalar á Evrópska efnahagssvæðinu og maki, en réttur hans er þó háður rétti makans. Viðkomandi þarf alla jafna ekki að sækja um dvalarleyfi í aðildarríkjunum en til að dvelja lengur en þrj...

Af hverju gerir Ísland ekki fríverslunarsamning við Bandaríkin?

Tvær ástæður eru fyrir því að Ísland hefur ekki gert fríverslunarsamning við Bandaríkin. Í fyrsta lagi gera skýrar kröfur Bandaríkjamanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdust stefnu íslenskra stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Í öðru lagi hafa Banda...

Hver er munurinn á EFTA og ESB?

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) voru stofnuð með Stokkhólmssamningnum árið 1960. Stofnríki voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970 en nú eru aðildarríkin aðeins fjögur talsins, Liechtenstein, Noregur og Sviss auk Íslands. Í skilningi ...

Samrýmast útboðsskilmálar Seðlabanka Íslands um kaup erlendra aðila á aflandskrónum ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði?

Skilja verður spurningu þessa sem svo, að með henni sé leitað svara við því hvort útboð Seðlabanka Íslands almennt séð falli að reglum EES-réttar um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði. Varðandi fyrra atriðið, um það hvort útboðin falli að reglum um frjálst flæði fjármagns, þá er því ti...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn - Myndband

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á svæðum ...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Þurfum við að hætta að veiða hvali ef við göngum í ESB?

Hvalveiðar heyra undir umhverfismál hjá Evrópusambandinu og eru bannaðar samkvæmt svonefndri vistgerðartilskipun. Hið sama gildir um viðskipti með hvalaafurðir innan sambandsins. Nær öll aðildarríkin eru hlynnt banninu og ekkert þeirra stundar hvalveiðar. Það væri því ólíklegt að Ísland fengi undaþágu frá því bann...

Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?

Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...

Hvert er hlutfall bandarískra matvara á íslenskum neytendamarkaði?

Í greinargerð um tollabandalag ESB, sem unnin var af samningahópi ríkisstjórnar Íslands um fjárhagsmálefni í aðildarviðræðunum við ESB, kemur fram að ólíkt flestum öðrum Evrópuþjóðum flytja Íslendingar inn nokkuð mikið af matvöru frá Bandaríkjunum. Hlutfall innfluttra mat- og drykkjarvara frá Bandaríkjunum er þó e...

Evrópska nágrannastefnan

Evrópsku nágrannastefnunni (e. European Neighbourhood Policy) var komið á fót í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins árið 2004. Hún á að varna því að bilið milli hins stækkaða sambands og nýju nágrannaríkjanna í austri og suðri breikki. Stefnunni er ætlað að styrkja tengslin milli Evrópusambandsins og 16 nánustu ná...

Alþjóðabankinn

Alþjóðabankinn (e. World Bank) var stofnaður árið 1944, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í kjölfar Bretton Woods fundarins þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum. Endurskipurleggja þurfti fjármálakerfi heimsins og tryggja heilbrigð viðskipti á milli þjóða á grundvelli fr...

Hvort er Ísland í aðlögunar- eða viðræðuferli við ESB?

Evrópusambandið getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið (e. benchmarks) áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur. Í því getur falist aðlögun að regluverki sambandsins. Of snemmt er að segja til um hvort sambandið muni krefja Ísland um aðlögun að regluverki ESB ...

Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...

Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA

Fríverslunarsamtök Evrópu (European Free Trade Association, EFTA) voru stofnuð með Stokkhólms-samningnum árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist verulega saman en fimm af stofnríkju...

Leita aftur: